Fréttir

LÝSI fær verðlaun fyrir forvarnir gegn slysum

28.01.2009

Lýsi hlaut nýverið forvarnarverðlaunin Varðbergið frá TM, en verðlaunin hlýtur árlega sá viðskiptavinur sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum.

Lýsi býr að öflugri liðsheild starfsmanna sem tryggir að öllum gæðastöðlum sé fullnægt. Fyrirtækið fór á sínum tíma í gegnum vottunarferli og öðlaðist ISO 9001 vottun og síðar leyfi til lyfjaframleiðslu. Árið 2005 var ný verksmiðja tekin í notkun, búin fullkomnustu tækjum sem völ er á til framleiðslu lýsis. Öflugt gæðakerfi, sem byggir á nákvæmu eftirliti og vel búinni rannsóknarstofu , leggur grunninn að framleiðslu vara í hæsta gæðaflokki.

Katrín Pétursdóttir, forstjóri sagði í tilefni viðurkenningarinnar:

"Við hjá Lýsi hf. leggjum mikla áherslu á forvarnarstarf og gæði. Fyrirbyggjandi viðhald, öflugt öryggiskerfi og ekki síst öflugt brunavarnakerfi. Að undanförnu höfum við unnið sérstaklega að því að fækka óhöppum sem tengjast bílaflotanum og árangurinn hefur verið ótrúlega góður. Okkur þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu frá TM. Hún er okkur mikil hvatning."

Aftur í fréttayfirlit