Fréttir

LÝSI fær vottun samkvæmt BRC (British Retail Consortium) staðlinum

01.03.2010

Um miðjan desember síðastliðinn vottaði BSI (British Standards Institute) að gæðakerfi LÝSIS uppfylli kröfur BRC staðalsins.

Stærstu verslanakeðjur í Englandi gera yfirleitt þá kröfu til birgja að þeir séu vottaðir samkvæmt BRC staðlinum (BRC Global Standard for Food Safety).  Vottun er því mikilvæg til þess að geta haslað sér völl á þessum markaði en í Englandi er lýsisneysla mjög almenn.  Nú þegar er hafin framleiðsla á lýsi fyrir þennan markað.

Þetta er nýjasta viðbótin við gæðakerfi fyrirtækisins en fyrir er vottun skv. ISO 9001 auk þess sem fyrirtækið hefur vottun Lyfjastofnunar um að framleiðsluferlar, bæði í verksmiðju og pökkun uppfylli GMP kröfur.  Þetta er mikilvægt þar sem margir erlendir kaupendur eru lyfjafyrirtæki og nota lýsi til lyfjagerðar eða selja afurðirnar sem lyf.

Aftur í fréttayfirlit