Fréttir

LÝSI TEKUR UPP MATVÆLAÖRYGGISSTAÐALINN FSSC22000

07.07.2017

LÝSI hefur nú innleitt FSSC 22000 gæðastaðalinn sem er alþjóðlega viðurkenndur gæða- og öryggisstaðall fyrir matvælafyrirtæki.

FSSC 22000 staðallinn fellur vel að gæðakerfi fyrirtækisins og mun hann leysa af hólmi BRC gæðastaðallinn sem fyrirtækið hefur starfað eftir síðustu ár.

Með þessu leggur LÝSI enn aukna áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum örugga hágæðavöru.

Aftur í fréttayfirlit