Fréttir

Omega 3 + D

09.11.2010

Omega-3 fiskiolía er unnin úr fiski sem er auðugur af ómega-3 fitusýrum.

Áhrif ómega-3 fitusýranna, einkum EPA og DHA, hafa verið ítarlega rannsökuð og niðurstöður rannsóknanna birtar í vísindaritum víða um heim.  Enn fremur er mikið fjallað um jákvæða eiginleika þeirra í fjölmiðlum.

Því hefur meðal annars verið haldið fram að ómega-3 fiskiolía hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, hún dragi úr liðverkjum og morgunstirðleika. Ómega-3 fitusýrur hafa einnig góð áhrif á hjarta- og æðakerfi auk þess að gegna mikilvægu hlutverki við uppbyggingu heila og miðtaugakerfis.

Í skammdeginu er hætta á að D-vítamín lækki í blóði Íslendinga.  Niðurstöður íslenskrar rannsóknar sem birtust í Journal of American Medical Association sýndu að það vegur þyngra fyrir kalkbúskap líkamans að fá nægjanlegt magn af D-vítamíni fremur en að auka kalkskammtinn umfram ráðlagðan dagskammt.

Aftur í fréttayfirlit