Fréttir

RANNSÓKNASTOFA LÝSIS ENN Í FREMSTU RÖÐ

25.10.2018

Hlaut viðurkenningu í samanburðarprófunum á vegum AOCS og GOED.

Nú eru um 10 ár síðan rannsóknastofa LÝSIS hóf þátttöku í reglulegum samanburðarprófunum sem AOCS (American Oil Chemist Society) skipuleggur í samstarfi við GOED (Global Organization for EPA and DHA Omega-3s). Sem fyrr eru þátttakendur fjölmargar rannsóknastofur sem hafa sérhæft sig í efnamælingum á fitu og fæðubótarolíum margs konar. Þátttakendur fengu óþekkt sýnishorn af mismunandi olíum til mælinga á helstu efnisþáttum. 

Skemmst er frá því að segja að enn eitt árið stóð rannsóknastofan sig vel, en hún hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur 2017/2018.

Aftur í fréttayfirlit