Fréttir

Rannsóknastofan í fyrsta sæti

19.08.2014

Tók þátt í samanburðarprófunum á vegum AOCS og GOED og lenti í fyrsta sæti.

Nýlega tók rannsóknastofa Lýsis þátt í samanburðarprófunum sem AOCS (American Oil Chemist Society)  og GOED (Global Organization for EPA and DHA Omega-3s) skipulögðu. Þátttakendur voru fjölmargar rannsóknastofur sem hafa sérhæft sig í efnamælingum á lýsi. Allir þátttakendur fengu óþekkt sýnishorn af hreinsuðu og óhreinsuðu lýsi til mælinga á helstu efnisþáttum. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman kom í ljós að rannsóknastofa Lýsis var í  fyrsta sæti fyrir nákvæma greiningu á ómegalýsi. Þessi ánægjulegi árangur er staðfesting á því að vinnubrögð á rannsóknastofu fyrirtækisins eru með ágætum.

Aftur í fréttayfirlit