Annað

RANNSÓKN Á D-VÍTAMÍNI HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ MÆNUSIGG

14.11.2007

Hvítir menn með hátt hlutfall af D vítamíni í líkamanum eiga allt að 62% minni líkur á að þróa með sér heila- og mænusigg samanborið við þá sem eru með lágt D-vítamín hlutfall í líkamanum.

Gagnstæð tengsl við heila- og mænusigg voru sérstaklega sterk fyrir 25-hydroxyvítamín-D hlutföll sem mæld voru í einstaklingum undir 20 ára. Engin slík tengsl var að finna meðal svartra og rómanskra manna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við farsótta- og rannsóknaniðurstöður sem sýna að D-vítamín sé máttugur ónæmismótari þar sem heila- og mænusigg er talinn vera sjálfsofnæmissjúkdómur.

A Ascherio o.fl. (2006) Serum 25-hydroxyvitamin D levels and risk of multiple sclerosis. Journal of the American Medical Association, 296, 2832-2838.

Til baka