Hugur og geð

Mikilvægustu efnin í lýsi eru EPA, DHA og D-vítamín

07.04.2015

EPA og DHA eru langar og flóknar omega-3 fitusýrur sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Þær eru t.d. mikilvægt byggingarefni í heila, miðtaugakerfi og augum.

Hvað gera omega-3 fitusýrurnar, EPA og DHA?

Niðurstöður mikils fjölda rannsókna sýna að þessar fitusýrur geta dregið úr líkum á ýmsum sjúkdómum eins og t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum geðrænum kvillum þegar neysla þeirra er í hóflegu magni.

Við vinnslu lýsis varðveitast þessar lífsnauðsynlegu omega-3 fitusýrur þannig að neytandinn nýtur jákvæðra áhrifa af neyslu lýsisins.

Mikilvægi D-vítamíns

D-vítamín er nauðsynleg til að líkaminn geti unnið kalk úr fæðunni til að styrkja bein og tennur.

D-vítamín myndast í húð okkar þegar sól skín á hana og getur því verið af skornum skammti í skammdeginu.

D-vítamín er ekki auðfengið í náttúrunni en fiskur og þorskalýsi eru mikilvægustu uppsprettur þess hjá Íslendingum.


Steinar B. Aðalbjörnsson

næringarfræðingu

Til baka