Hugur og geð

Omega-3 fitusýrur eru mikilvægar fyrir þroska heila- og taugafrumna

15.01.2014

Þær Omega-3 fjölómettuðu fitusýrur, sem við fáum úr fiskmeti og Lýsi, eru mikilvægar fyrir þroska heila- og taugafrumna. Til að fóstur og fylgja vaxi og þroskist eðlilega þarf að vera nægjanlegt framboð af lífsnauðsynlegu Omega-3 fitusýrunni DHA frá móðurinni.

Eftir fæðingu fá ungbörn svo DHA frá móður með brjóstamjólkinni sem er mikilvægt fyrir hámarksþroska sjónhimnunnar og sjónstöðvar heilans. Það hefur sýnt sig að ungbörn, sem gefið er DHA, sýna meiri andlegan þroska og skynhreyfiþroska og enn meiri ef þau eru á brjósti. Öldrun er einnig tengd minnkandi hlutfalli DHA í heila. Með fiskneyslu má draga úr líkum á elliglöpum og Alzheimer-sjúkdómi.

R Uauy o.fl. (2007) Nutrition in brain development and aging: role of essential fatty acids. Nutrition Reviews, 64, S24-S33.

Til baka