Meðgangan og barnið

Lýsisneysla getur haft áhrif á lengd meðgöngunnar

29.10.2007

Lengd meðgöngu er afar misjöfn en ástæður eru lítt þekktar. Í þessari rannsókn var samband fiskneyslu og lengd meðgöngu skoðað. Í rannsókninni tóku þátt 8.729 danskar konur.

Samkvæmt kenningu getur aukin inntaka langra Omega-3 fitusýra seinkað eðlilegri fæðingu, hugsanlega með því að hafa áhrif á prostaglandín sem eiga þátt í að setja fæðingu af stað. Ýmsar rannsóknir hafa getað stutt þessa kenningu en aðrar ekki. Hér var miðað að því að skoða þessa kenningu. Einnig var rannsakað samband milli lítillar fisk- eða fiskiolíuneyslu og fæðingu fyrir tímann, það er þrjár vikur fyrir áætlaða dagsetningu fæðingar, en fyrirburafæðing er eitt af meginvandamálum innan fæðingarlækninga í dag.

Í ljós kom að hættan á að meðganga dragist 2 vikur fram yfir settan dag jókst hjá hópnum sem borðaði mikið af fiski. Þessi tengsl eru í samræmi við kenninguna hér að ofan. Konum í hópnum, sem borðaði aldrei fisk á meðgöngu, var hætt við að fæða fyrir tímann (fram að 37 vikna meðgöngu). Þetta reyndist mikill áhættuþáttur hjá dönskum konum.  Með öðrum rannsóknum, þar sem athugaðir hafa verið aðrir þættir, hefur ekki tekist að sýna fram á þessi tengsl sem fundust hér. Sameiginlegt með þessum rannsóknum er þó að þar hefur vantað hóp kvenna sem borðar ekkert fiskmeti.

S F Olsen o.fl. (2007) Duration of pregnancy in relation to fish oil supplementation and habitual fish intake: a randomised clinical trial with fish oil. European Journal of Clinical Nutrition, 61, 976-985.

Til baka