Hvað má nota saman?

Þorskalýsi sem Lýsi hf. framleiðir og allir Íslendingar þekkja, er unnið úr þorskalifur.Lýsi hf. framleiðir margar aðrar gerðir af lýsi þar á meðal omega-3 fiskiolíuna sem er lýsi unnið úr öðrum fisktegundum.

Munurinn á hefðbundnu þorskalýsi sem flestir vísa til sem Lýsis og öðrum fiskiolíum er magn fjölómettuðu fitusýranna EPA og DHA, magn vítamína og vítamíntegunda. Sem dæmi þá uppfyllir þorskalýsi ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni á meðan omega-3 olían inniheldur ekkert D-vítamín, báðar vörurnar innihalda þó hátt hlutfall af EPA og DHA fitusýrum. 

Skoðaðu töfluna til að finna út hvaða vörur er í lagi að taka saman og finndu hina fullkomnu samsetningu fyrir þig.