Sportþrenna – Liðamín

Sportþrenna Liðamín er ætluð þeim sem stunda hreyfingu og íþróttir sem reyna mikið á liðina, svo sem hlaup, göngur, golf ofl.

Fjölvítamín- & steinefnataflan og liðamíntöflurnar innihalda fjölda vítamína og steinefna sem hafa virku hlutverki að gegna við að stuðla að heilbrigði líkamans og vellíðan. Sem dæmi má nefna að sink, járn, C- og D-vítamín stuðla að virku ónæmiskerfi. C-vítamín stuðlar að auki að eðlilegri myndun kollagens sem er mikilvægt í liðum og brjóski.

Omega-3 fitusýrurnar eru lífsnauðsynlegar þar sem líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur. Omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA stuðla að eðlilegri starfsemi hjartans og æðakerfisins. Til þess að ná fram þeim áhrifum þarf að neyta samtals 250 mg á dag. DHA stuðlar að auki að eðlilegri sjón og heilastarfsemi. Til að áhrifin skili sér þarf að neyta 250 mg af DHA á dag.

Frekari upplýsingar: consumer@lysi.is

Næringarupplýsingar

Fjölvítamíntafla

Vítamín og bætiefniÍ einni töflu NV*
A-vítamín 350 µg 44%
D-vítamín 12,5 μg 250%
E-vítamín 6 mg 50%
Þíamín (B1) 0,6 mg 55%
Ríbóflavín (B2) 0,7 mg 50%
Nikótínamíð (B3) 7 mg 44%
Pýridoxín (B6) 0,7 mg 50%
Vítamín B12 2 μg 80%
Bíótín 25 μg 50%
C-vítamín 80 mg 100%
Fólínsýra 400 μg 200%
Pantóþensýra 2 mg 33%
Króm 40 μg 100%
Magnesíum 8 mg 93%
Járn 9 mg 64%
Mangan 1 mg 50%
Selen 45 μg 82%
Sink 8 mg 80%
Kopar 0,45 mg 45%
Joð 50 μg 33%
Lútein 5 mg **
Þrúgukjarnaþykkni 5 mg **
Quercetín þykkni 12,5 mg **
Beta karóten 0,5 mg 5%

Innihald:
Steinefni og vítamín (sjá töflu að ofan), bindiefni (örkristallaður sellulósi), maltódextrín, kekkjavarnarefni (kísildíoxíð, steriksýra, magnesíum sterat), lútein, natríum krosskarmellósi, húðunarefni (HPMC), quercetin, þrúgukjarnaþykkni, rakaefni (glýseról).

*Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna samkvæmt reglugerð.
**Næringarviðmiðunargildi ekki gefið upp í reglugerð.

 

Liðamíntafla

Hyal-Joint® 20 mg
Kondróitínsúlfat 200 mg
C-vítamín 60 mg

 

Innihald:
Maltódextrín, kondróitínsúlfat, bindiefni (örkristallaður sellulósi, HPMC), askorbínsýra (C-vítamín), ýruefni (natríumkrosskarmellósi), kekkjavarnarefni (kísildíoxíð, steriksýra, magnesíumsterat), Hyal-Joint® (hýalúronsýra), rakaefni (glýseról), litarefni (títaníumdíoxíð, járnoxíð).

Omega-3 hylki

Samtals ómega-3 fitusýrur 620 mg
EPA 310 mg
DHA 205 mg

 Innihald:
1000 mg omega-3 fiskiolía, gelatín (nautgripa), rakaefni (glýseról), þráavarnaefni (náttúruleg tókóferól).

 

 

Sportþrenna Liðleiki