Störf í boði

VINNUSTAÐURINN LÝSI

Hjá LÝSI starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsmanna og er það markmið LÝSIS að gera starfsmenn þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild starfsmanna sem keppa að sama marki.

LÝSI leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun starfsfólks svo það geti leyst störf sín af hendi með sóma og því líði vel í starfi. Stefnur Lýsis í mannauðsmálum og jafnréttis- og jafnlaunamálum er hægt að nálgast hér.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starf. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn á vefnum (sjá almenna umsókn hér að neðan). Hægt er að senda ferilskrá með sem viðhengi. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

  • Persónuupplýsingar
  • Menntun (nýjast efst)
  • Starfsreynsla (nýjast efst)
  • Námskeið / önnur kunnátta
  • Félagsstörf
  • Umsagnaraðilar 

Laus störf

Laus störf eru nú auglýst til umsóknar á ráðningarsíðunni Alfreð. Áhugasömum atvinnuleitendum er bent á að fylgjast með þar en um leið þakkar Lýsi umsækjendum öllum sýndan áhuga.

Almenn umsókn

Íslenska
Enska

Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda