Störf í boði

VINNUSTAÐURINN LÝSI

Hjá LÝSI starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsmanna og er það markmið LÝSIS að gera starfsmenn þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild starfsmanna sem keppa að sama marki.

LÝSI leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun starfsfólks svo það geti leyst störf sín af hendi með sóma og því líði vel í starfi.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starf. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn á vefnum (sjá almenna umsókn hér að neðan). Hægt er að senda ferilskrá með sem viðhengi. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

  • Persónuupplýsingar
  • Menntun (nýjast efst)
  • Starfsreynsla (nýjast efst)
  • Námskeið / önnur kunnátta
  • Félagsstörf
  • Umsagnaraðilar 

Lýsi leitar að starfsmanni, vönum vélavinnu, í pökkun

Í pökkun eru keyrðar þrjár pökkunarlínur:  Flöskuáfylling fyrir fljótandi lýsi, töflu- og hylkjaáfylling í glös og álþynnupökkun fyrir hylki og töflur.

Starfssvið
• Stilling og uppsetning á tækjasamstæðum.
• Einfalt viðhald og umhirða á búnaði.
• Keyrsla pökkunarlína.
• Eftirlit með framleiðslu.
• Gæðaskráningar.

Hæfniskröfur
• Iðnmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Sveigjanleiki í samskiptum.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á Alfreð, https://alfred.is/.  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Lýsi er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsuvörur úr sjávarafurðum og flytur þær til yfir 70 landa. Starfsemin byggir á samhentu og jákvæðu starfsfólki sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi.


Lýsi Þorlákshöfn leitar að starfsfólki í þurrkun

Við leitum að góðu starfsfólki í hausaþurrkun. Unnið er eftir bónuskerfi. Um dagvinnu er að ræða en á álagstímum gæti þurft að vinna fram á kvöld.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um og koma við á skrifstofu þurrkunar hjá Kjartani Ólafssyni á Unubakka 24, Þorlákshöfn.
Tölvupóstur: kjartan@lysi.is eða ingibjorg@lysi.is
Sími: 822 8110.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Almenn umsókn

Íslenska
Enska