Störf í boði

VINNUSTAÐURINN LÝSI

Hjá LÝSI starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur starfsmanna og er það markmið LÝSIS að gera starfsmenn þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild starfsmanna sem keppa að sama marki.

LÝSI leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun starfsfólks svo það geti leyst störf sín af hendi með sóma og því líði vel í starfi.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starf. Umsækjendur þurfa að fylla út umsókn á vefnum (sjá almenna umsókn hér að neðan). Hægt er að senda ferilskrá með sem viðhengi. Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

  • Persónuupplýsingar
  • Menntun (nýjast efst)
  • Starfsreynsla (nýjast efst)
  • Námskeið / önnur kunnátta
  • Félagsstörf
  • Umsagnaraðilar 

Lýsi leitar að starfsmanni í fullt starf við mælingar á rannsóknastofu

Helstu verkefni:
• Móttaka og frágangur á sýnum
• Mælingar á sýnum
• Frágangur mæliniðurstaðna
• Kvarðanir og eftirlit á mælitækjum

Hæfniskröfur:
• Reynsla af gæðamælingum eða háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Nákvæmni og vandvirkni
• Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar
• Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Gæðamál eru stór hluti af starfsemi Lýsis en hjá gæðadeildinni eru 23 starfsmenn og þar af 9 starfsmenn á rannsóknastofunni.

Umsóknarfresturinn er til og með 1. október 2017 og æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á umsóknarformi hér að neðan. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Almenn umsókn

Íslenska
Enska