Fréttir

Æskubrunnur: viðtökur vonum framar

11.09.2008

Í starfi sínu hefur LÝSI að leiðarljósi að bæta heilsu og auka lífgæði fólks.  Það á við um nýja vöru sem fyrirtækið setti á markað í upphafi ársins, Æskubrunninn. Viðtökur hafa verið frábærar

Þróun í fjögur ár
Eftir þróunarvinnu í fjögur ár þar sem farið var yfir rannsóknir á ýmsum efnum sem hjálpa líkamanum í daglegu amstri varð til endanlega varan.  Hún er sérstaklega hönnuð með fólk 50 ára og eldra í huga, en vegna þess mikla álags sem nútíma þjóðfélag og lifnaðarhættir krefjast af okkur, hentar varan einnig yngra fólki sem vill huga að heilsu sinni. Hún er sett saman með það í huga að auka daglega vellíðan ásamt því að stuðla að góðu minni.


Innihald

Æskubrunnur inniheldur lýsisperlu auk asetýlkarnitíns og alfalípóiksýru.  Jákvæðir eiginleikar omega-3 fitusýra eru vel þekktir. Lýsið sem valið var inniheldur hátt hlutfall af fitusýrunni DHA.  Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að finna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fisk sem heilafæði.

Til viðbótar lýsinu urðu svo asetýlkarnitín og alfalípóiksýra fyrir valinu en margar rannsóknir hafa beinst að áhrifum þessara efna á efnaskipti og hrörnun fruma líkamans. Asetýlkarnitín auðveldar flutning orkuefna í frumum líkamans og alfalípóiksýra er öflugt andoxunarefni sem verndar frumurnar fyrir skemmdum.  Niðurstöður benda til að efnin geti unnið gegn minnistapi sem oft fylgir hækkandi aldri og hafi að auki jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi.


Góðar viðtökur – stefnt á útflutning
Það var greinilegt að landsmenn kunnu vel að meta þessa nýju vöru og fékk hún frábærar viðtökur.  Frá því í janúar og fram til þessa dags má segja að neyslan jafngildi því að hver einasti íbúi landsins hafi tekið dagskammt af Æskubrunni. Okkur finnst greinilega mikilvægt að viðhalda heilbrigði frumanna og góðu minni ásamt því að tryggja næga orku í dagsins önn.  Með hliðsjón af árangrinum hér heima stefnir LÝSI á útflutning Æskubrunnsins.

Aftur í fréttayfirlit