Fréttir

D-vítamín og offita

14.03.2012

Norsk rannsókn leiðir í ljós að lágt innihald D-vítamíns í líkamanum eykur líkurnar á offitu síðar meir. 

Í Fréttablaðinu 22. febrúar birtist grein sem bar yfirskriftina: Offita og D-vítamín.  Þar var vitnað til norskrar rannsóknar sem þarlend blöð svo sem netútgáfa VG og Trönder Avisa (22.02.2012) höfðu fjallað um.  Hið virta tímarit American Journal of Epidemiology birti einnig grein um rannsóknina.

Rannsóknin var HUNT – heilsufarsrannsóknin sem gerð var á stórum hópi manna yfir langan tíma í Norður- Þrændalögum.  Langhammer, sem var einn af fjórum aðstandendum rannsóknarinnar, sagði að þeir hefðu viljað fá svör við því hvort þeir sem væru með lágt innihald D-vítamíns væru líklegri til að verða of feitir síðar á lífsleiðinni – og það kom í ljós, segir Langhammer.

D-vítamín var mælt í slembiúrtaki 2.640 manna, en alls tóku 25.616 manns þátt í rannsóknunum HUNT 2 og 3.  Eins og margar aðrar rannsóknir höfðu sýnt fram á, kom í ljós (HUNT 2) að samband var milli lágs D-vítamín innihalds og líkamsfitu. En að auki kom fram að þeir sem mældust með lágt innihald þessa vítamíns voru líklegri til að safna fitu 11 árum síðar.  Hópur sem var með gildi undir 50 nanomol í líkamanum sýndi 70% meiri líkur til fitusöfnunar í samanburði við þá sem voru með eðlilegt hlutfall D-vítamíns.

Langhammer bendir á að inntaka D-vítamíns eða sólböð eru ekki aðferðir til grenningar, heldur sýni rannsóknin að of lítið D-vítamín eykur líkur á yfirvikt og offitu til lengri tíma. 

Aftur í fréttayfirlit