Fréttir

Endurnýjun á AOCS vottun

28.08.2012

Rannsóknastofa LÝSIS hefur fengið vottun frá American Oil Chemist Society (AOCS) fyrir 2012/ 2013.

AOCS (American Oil Chemist Society) samtökin standa árlega fyrir samanburðarathugunum á færni fjölmargra rannsóknastofa á greiningum ýmis konar olía. Rannsóknastofa LÝSIS tók þátt og stóð sig verulega vel, en hún var ein af rúmlega 90 rannsóknastofum sem náðu inn á listann yfir viðurkenndar rannsóknarstofur. AOCS birtir á heimasíðu sinni lista yfir rannsóknastofur sem hlotið hafa viðurkenningu samtakanna.

Heimasíða AOCS:
http://www.aocs.org/LabServices/content.cfm?ItemNumber=841&navItemNumber=640


Aftur í fréttayfirlit