Fréttir

FRÉTTATILKYNNING: LÝSI KAUPIR AKRABORG EHF.

11.06.2015

Akraborg er leiðandi framleiðandi á hágæða þorsklifur.

LÝSI hf. hefur skrifað undir samning um kaup á meirihluta hlutafjár í Akraborg ehf. Akraborg var stofnað árið 1989 og hefur í rúm 20 ár verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur. Stærstu eigendur voru Triton ehf., auk Bornholms A/S, félags í eigu Christian Sieverts og fjölskyldu, en hún hefur rekið félagið um árabil. Eftir kaupin mun Bornholms áfram eiga stóran hlut í fyrirtækinu. Hjá Akraborg starfa 50 manns og verður starfsemi félagsins rekin í óbreyttri mynd. 

Sala og markaðsetning á niðursoðnum afurðum Akraborgar verður áfram í höndum Bornholms og Triton.

Kaupin voru gerð með fyrirvara um samþykki þar til bærra stjórnvalda.

LÝSI er leiðandi félag á heimsvísu í framleiðslu á þorskalýsi til manneldis og eru gæði framleiðslunnar víðkunn enda er félagið með margvíslegar gæðavottanir og meðal annars til lyfjaframleiðslu. Félagið er langstærsti og elsti framleiðandi á lýsisvörum til manneldis hér á landi, en fyrsta verksmiðja félagsins hóf framleiðslu þann 19. janúar 1938. Á undanförnum árum hefur LÝSI unnið að frekari stækkun starfsemi sinnar, en á árunum 2005 og 2012 voru nýjar verksmiðjur teknar í notkun, búnar fullkomnustu tækjum sem völ er á. Starfsmannafjöldi LÝSIS er um 140. Árið 2007 fékk LÝSI útflutningsverðlaun forseta Íslands. 

Með kaupum LÝSIS á Akraborg verða bæði félög sterkari og möguleikarnir til hámörkunar á nýtingu hráefnis með fjölbreyttari ráðstöfunarmöguleikum á hráefnum og hámörkun verðmætarsköpunar.

Nánari upplýsingar veitir Katrín Pétursdóttir, í síma 899 5551.

Aftur í fréttayfirlit