Fréttir

INNKALLAÐ ÞORSKALÝSI EKKI FRÁ LÝSI HF.

04.03.2016

Vegna fréttar á heimasíðu Matvælastofnunar dags. 4. mars 2016 um innköllun á þorskalýsi vegna þrávirkra lífrænna efna vill LÝSI taka fram að ekki er um að ræða þorskalýsi frá LÝSI. Vinnsla þorskalýsis hjá fyrirtækinu miðar að því að fjarlægja þessi efni. Jafnframt er fylgst með því að efnin séu innan leyfilegra marka í lokaafurðum.

Aftur í fréttayfirlit