Fréttir

LÝSI 80 ÁRA 10. JANÚAR

10.01.2018

Fyrirtækið var stofnað í kjölfar heimskreppunnar og Íslendingar trúðu á innlenda framleiðslu.

Í upphafi var það innihald A- og D vítamína í þorkslýsinu sem orsakaði eftirspurn eftir því.  Innihald vítamínanna í norska lýsinu hafði hrapað og það vantaði lýsi á markaðinn. Tryggvi Ólafsson átti ekki verksmiðju en hann átti hentuga lóð. Hann hélt til Noregs árið 1937 til að kaupa tæki. Verksmiðjan tók svo formlega til starfa 10. janúar 1938.


Síðan þetta gerðist hefur landinn innbyrt margan lýsissopann og er LÝSI ekki í vafa um að það hafi haft sín áhrif til bættrar heilsu þjóðarinnar.

Aftur í fréttayfirlit