Fréttir

LÝSI EIGNAST RÁÐANDI HLUT Í AKRABORG EHF.

04.11.2015

Akraborg sérhæfir sig í niðursoðinni þorskalifur

Ekki alls fyrir löngu voru kaup LÝSIS á meirihluta hlutafjár í Akraborg staðfest af samkeppnisyfirvöldum. Þótt fyrirtækið sérhæfi sig í niðursoðinni þorskalifur eru aðrar vörutegundir svo sem þorskalifrarpaté, niðursoðin svil og heitreykt loðna einnig framleiddar í umtalsverðu magni.

Vörur fyrirtækisins eru seldar víðsvegar um heim svo sem í Vestur- og Austur-Evrópu, Kanada og Asíu.
LÝSI hefur sérhæft sig í lýsi úr lifur þar sem aukaafurð er lifrarmjöl. Með þessari viðbót aukast enn möguleikar á hámörkun nýtingar hráefnisins.

Nánar um Akraborg, sjá www.akraborg.is

Aftur í fréttayfirlit