Fréttir

LÝSI FJÁRFESTIR Í ENDURVINNSLU Á PLASTI

10.12.2018

Með þessu vill fyrirtækið senda sterk skilaboð út í samfélagið.

LÝSI hefur keypt hlut í plastendurvinnslufyrirtækinu Pure North Recycling í Hveragerði. Þar hefur fyrirtækið einbeitt sér að endurvinnslu á heyrúlluplasti og plastfilmu, en stefnir nú að stækkun og eflingu fyrirtækisins. Næstu skref eru að endurvinna harðplast, þá umbúðaplast og að lokum veiðarfæri.

Pure North Recycling notast einungis við umhverfisvæna orkugjafa í endurvinnslunni, jarðvarma og raforku frá vatnsaflsvirkjunum.

Með þessu skrefi vill LÝSI stuðla að aukinni endurvinnslu á plasti á Íslandi og þannig viðhalda hreinleikaímynd landsins og afurða þess.

Aftur í fréttayfirlit