Fréttir

LÝSI hækkar verð á lifur

30.03.2012

Eftirspurn eftir þorskalýsi er mikil og nú vantar meiri lifur.  Til að bregðast við þessu hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða 70 krónur fyrir kílóið en verðið hefur verið 50 krónur.

Lýsi tekur á móti allri lifur úr þorski, ufsa og ýsu hvarvetna á landinu og má blanda þessum tegundum saman.  Fyrirtækið útvegar sérstök lifrarkör, en einnig má nota fiskmarkaðskör sem í eru settir stórir plastpokar. Lifrin er sett í pokann, fyllt allt að 80% og lokað tryggilega fyrir og kirfilega dagmerkt til að tryggja gæði hráefnisins. 

Aftur í fréttayfirlit