Fréttir

LÝSI HJÁLPAR VIÐ FITUBRENNSLU

06.01.2016

Fær lýsi nýtt hlutverk í framtíðinni?

Nýlegar rannsóknir við Kyoto-Háskóla í Japan benda til að neysla fiskiolíu ýti undir brennslu og dragi þannig úr fitusöfnun. Tilraunir á músum sýndu að sá hópur sem neytti fiskfitu þyngdist 5-10% minna og safnaði 15-25% minna af forðafitu en aðrir hópar.

Þetta kemur fram á vef háskólans. Ástæðan er í einföldu máli sögð sú að fiskiolían umbreyti fitufrumum úr geymslufrumum í brennslufrumur.

„Fyrri rannsóknir hafa sýnt margvísleg jákvæð áhrif af neyslu fiskifitu. Þar á meðal að dregið gæti úr fitusöfnun,“ segir Teruo Kawada, aðalhöfundur greinarinnar um rannsóknina.

„Því hefur lengi verið haldið fram að matur í Japan og við Miðjarðarhafið ýti undir langlífi. En skiptar skoðanir hafa verið uppi um hvers vegna. Nú höfum við enn betri innsýn í af hverju svo er.“

Frétt birtist á Hringbraut 4. janúar 2016

Nánar má lesa um þetta á:

http://www.kyoto-u.ac.jp/en/research/research_results/2015/151218_1.html

http://www.nature.com/articles/srep18013

Aftur í fréttayfirlit