Fréttir

LÝSI í 70 ár

05.05.2008

LÝSI fagnaði 70 ára afmæli sínu nú fyrir skömmu, en fyrsta verksmiðja fyrirtækisins tók formlega til starfa 10. janúar 1938 og voru stofnendur bræðurnir Tryggvi og Þórður Ólafssynir.

Þetta var í lok kreppuáranna á Íslandi og framundan var Heimsstyrjöldin síðari. Erfiðleikarnir sem fylgdu kreppunni urðu til þess að þó nokkur ný fyrirtæki voru stofnuð hér á landi. Í tilfelli LÝSIS varð hrap á innihaldi A og D vítamína í lýsi frá Noregi þess valdandi að bandarískt fyrirtæki þurfti að koma sér upp öðrum birgi. Það sendi Tryggva erindi og endaði með að panta umtalsvert magn af þorskalýsi. Hængurinn var sá að Tryggvi átti enga verksmiðju en hann átti lóð og úr varð að hann hélt til Noregs til að velja og panta tæki í nýja verksmiðju. Tækin komu og lokið var við að reisa verksmiðjuna í lok ársins og tók hún formlega til starfa 10. janúar 1938.

Það er langur vegur hvort heldur mælt er í árum eða tækni frá fyrstu verksmiðjunni og til nýju verksmiðjunnar sem tekin var í notkun árið 2005. Sú er búin fullkomnustu tækjum sem völ er á til framleiðslu lýsis og árið 2007 fékk verksmiðjan lyfjaframleiðsluleyfi frá Lyfjaeftirliti ríkisins. Sölu- og markaðsstarf LÝSIS hér á landi en ekki síður erlendis hefur verið öflugt, en mest af framleiðslunni er flutt út. Árið 2007 fékk LÝSI Útflutningsverðlaun forseta Íslands.
Þetta var í lok kreppuáranna á Íslandi og framundan var Heimsstyrjöldin síðari. Erfiðleikarnir sem fylgdu kreppunni urðu til þess að þó nokkur ný fyrirtæki voru stofnuð hér á landi. Í tilfelli LÝSIS varð hrap á innihaldi A og D vítamína í lýsi frá Noregi þess valdandi að bandarískt fyrirtæki þurfti að koma sér upp öðrum birgi. Það sendi Tryggva erindi og endaði með að panta umtalsvert magn af þorskalýsi. Hængurinn var sá að Tryggvi átti enga verksmiðju en hann átti lóð og úr varð að hann hélt til Noregs til að velja og panta tæki í nýja verksmiðju. Tækin komu og lokið var við að reisa verksmiðjuna í lok ársins og tók hún formlega til starfa 10. janúar 1938.

Aftur í fréttayfirlit