Fréttir

Lýsi innkallar vörur sem innihalda kalk- og karnitíntöflur

25.08.2021

Lýsi hef­ur ákveðið að innkalla all­ar vör­ur frá fyr­ir­tæk­inu sem inni­halda karnitín- og kalktöfl­ur, vegna þess að í þeim hefur greinst etý­lenoxíð.

Etýlenoxíð er varn­ar- og sótt­hreinsi­efni sem óheim­ilt er að nota við fram­leiðslu mat­væla á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Töflurnar eru framleiddar í Bretlandi og greindist etýlenoxíð í kalsíumkarbónati sem notað var í töflurnar. Kalsíumkarbónatið var frá Indlandi.

Þetta efni hefur verið að greinast í nokkrum fjölda matvæla og hafa margar vörur verið innkallaðar á Íslandi og víðar í Evrópu vegna þess.

Etý­lenoxíð hef­ur ekki bráða eit­ur­virkni en lang­tíma­neysla er vara­söm.

Um er að ræða eftirtaldar vörur:

OMEGA3 KALK / D-VÍTAMÍN - Öskjur með 60 kalktöflum og 30 lýsishylkjum ásamt álþynnum (30 dagskammtar)

OMEGA3 CALCIUM / VITAMIN D (ensk­ar umbúðir í net­sölu) – Öskjur með 60 kalktöflum og 30 lýsishylkjum – álþynnur (30 dagskammtar)

SPORTÞRENNA – Öskjur með 32 karnitíntöflum, 16 fjölvítamíntöflum og 16 lýsishylkjum – álþynnur (16 dagskammtar)

Viðskipta­vin­ir sem hafa keypt of­an­greind­ar vör­ur eru beðnir um að neyta þeirra ekki. Hægt er að skila þeim í versl­un­ina þar sem þær voru keypt­ar gegn fullri end­ur­greiðslu.

Aftur í fréttayfirlit