Fréttir

LYSI öðlast Halal vottun

08.04.2014

Vottunin tekur til alls lýsis sem framleitt er til manneldis.

Trú Múslima leyfir ekki neyslu á öllum mat.  Einna þekktast er bann við neyslu svínakjöts, en þess utan er t.d. neysla á alkóhóli ekki leyfð og blóð dýra má ekki vera í mat.

Reglur um hvað má og hvað ekki taka ekki einungis til tegunda matvæla, heldur einnig vinnsluaðferða þeirra sem og annarra vara en matvæla, t.a.m. lyfja og snyrtivara.  Í úttekt LÝSIS voru vinnsluaðferðir metnar og einnig skoðað hvort óæskileg efni væru notuð við framleiðsluna.  Vottunin er forsenda þess að unnt sé að selja lýsið á ákveðnum mörkuðum og var það að áeggjan margra viðskiptavina að ráðist var í hana

Aftur í fréttayfirlit