Fréttir

LÝSI ÖÐLAST MSC VOTTUN

08.02.2016

LÝSI getur nú boðið upp á MSC vottað lýsi.

Marine Stewardship Council (MSC) er alþjóðlegur vottunaraðili fyrir sjálfbærar fiskveiðar. Margir stórir aðilar á markaði, svo sem smásölukeðjur og framleiðendur neytendavöru, eru farnir að gera kröfur um að varan sem þeir kaupa og endurselja hafi sjálfbærni vottun. Fyrir hefur LÝSI einnig aðra sjálfbærni vottun sem er Friends of the Sea (FOS).

Þegar LÝSI kaupir hráefni frá MSC-vottuðum framleiðendum er nauðsynlegt að fyrirtækið hafi sjálft MSC birgjavottun (chain of custody) til að tryggja órofna keðju vottunar. MSC hefur vottað veiðar á þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, grásleppu og síld við Ísland. 

Þótt LÝSI hafi öðlast vottun getur fyrirtækið einungis boðið upp á takmarkað magn af MSC lýsi. Stefnt er að því að lýsisbræðslan í Þorlákshöfn fái MSC vottun, en þegar því lýkur mun allt hreint þorskalýsi sem LÝSI framleiðir vera MSC vottað.

Aftur í fréttayfirlit