Fréttir

Lýsi öðlast vottun á sjálfbærni afurða

30.01.2014

Nýlega hlaut Lýsi alþjóðlega vottun undir merkjum Friend of the Sea.

Vottunin gengur út á að Lýsi getur selt vissar afurðir undir merkjum sjálfbærrar framleiðslu. Afurðirnar þurfa að vera framleiddar úr hráefni sem kemur frá FoS-vottuðum birgjum, en í tilfelli Lýsis  er það ómegalýsi sem keypt er inn frá Marokkó.  Sjá nánar á www.friendofthesea.org.  Lýsi framleiðir einnig úr hrálýsi frá S-Ameríku sem er vottað af IFFO (www.iffo.net)

Vottunin skiptir miklu máli í viðskiptum þar sem sífellt fleiri kaupendur gera kröfur um að varan sé framleidd með þeim hætti að ekki gangi á auðlindir sjávar, veiðiaðferðir séu ásættanlegar, hugað sé að orkusparnaði og þar fram eftir götunum.

Aftur í fréttayfirlit