Fréttir

Lýsi og Liðamín Hyal-Joint®

11.12.2007

Lýsi hf. hefur framleitt og selt Liðamín við góðar undirtektir til nokkurra ára bæði eitt og sér sem og Lýsi & Líðamín.

Liðamíntöflur hafa verið samsettar úr glúkósamíni, kondróitíni og C-vítamíni, auk bindiefna.  Nýlega var glúkósamín skilgreint sem lyf á Íslandi.  Þetta þýðir að ekki er lengur heimilt að selja það í almennum verslunum eða heilsubúðum.  Því hefur verið ákveðið að hætta dreifingu Liðamíns og Lýsi og Liðamíns í upprunalegri mynd og samsetningu vörunnar breytt.
  

Liðamínvörurnar hafa reynst vel og eru margir neytendur afar ánægðir með þann árangur, sem þeir hafa náð við reglubundna neyslu. 

Í nýju vörunum kemur hýalúronsýra (hyaluronic acid) í stað glúkósamíns. Kondróitín og C-vítamín verða notuð áfram sem og ómega-3 í lýsi og Liðamín. Nýju vörurnar munu þá heita Magna Liðamín Hyal-Joint® annars vegar og Lýsi & Liðamín Hyal-Joint® hinsvegar. Hyal-Joint® (hýalúronsýra) er vörumerki spænska lyfjaframleiðandans Bioiberica. Eftir sem áður verður hægt að kaupa nýju vörurnar í stórmörkuðum, heilsubúðum sem og lyfjaverslunum. Þar með er góðu aðgengi neytenda að vörunni viðhaldið. Hýalúronsýra er fæðubótarefni sem fengið hefur verðskuldaða athygli og sendum við hér með upplýsingar um Hyal-Joint®. 

Um Lýsi og Liðamín Hyal-Joint®

Óþægindi eða verkir frá liðum geta dregið úr hreyfigetu og almennum gæðum daglegs lífs þeirra sem þjást af þeim. Lýsi og Liðamín Hyal-Joint® er samansett úr efnum sem talin eru hafa jákvæð áhrif á liðina og geta viðhaldið heilbrigði þeirra. 

Hyal-Joint® (Hyaluron sýra): 

Í liðamótum er að finna seigfljótandi vökva sem nefnist liðvökvi. Hlutverk hans er að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Hyaluron sýra er ein af meginefnum liðvökva og hana er einnig að finna í brjóski. Eitt mikilvægasta hlutverk hennar er að auka seigju liðvökvans, draga úr núningi og óþægindum og tryggja mýkt í hreyfingum liðamóta. 

Kondróítín súlfat: 

Kondróítín súlfat er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Verkun kondróítíns er talin felast í því að hemja niðurbrotshvata sem brjóta niður brjósk í liðum. Það er einnig talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. 

Omega-3: 

Ómega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA og talið er að ómega-3 geti dregið úr einkennum eins og stirðleika á morgnana og verkjum. 
Í Liðamíni er einnig C-vítamín sem hefur hlutverki að gegna í framleiðslu líkamans á kollageni. Kollagen er prótein sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.

Aftur í fréttayfirlit