Fréttir

LÝSI og Sorpa gera langtímasamning um notkun á notuðum bleikileir til framleiðslu á gasi

20.09.2012

Í júní 2012 gerðu  Sorpa og LÝSI með sér rannsóknar- og þróunarsamning sem felur í sér bætta meðhöndlun og nýtingu á aukaafurðum LÝSIS  til jarðgasgerðar.

LÝSI hefur síðustu árin afhent Sorpu úrgangsleir sem fellur til hjá fyrirtækinu.  Hann hefur verið urðaður og úr jarðfyllingunni er unnið jarðgas sem síðan er breytt í metangas og notað á farartæki. LÝSI telur samninginn vera merkilegt framtak þar sem leitast er við að bæta nýtingu og búa til verðmæti úr aukaafurðum sem falla til við framleiðslu á lýsi til manneldis

Heimasíða Sorpu

Aftur í fréttayfirlit