Fréttir

LÝSI tekur þátt í sýningum

24.05.2014

Vitafoods í Genf og CPhI í Shanghai

Hluti af alþjóðlegu markaðsstarfi LÝSIS er þátttaka í sýningum.  Sú helsta undanfarin ár hefur verið sýningin Vitafoods í Genf, sem haldin var dagana 6-8 maí.  Þetta er mjög stór sýning og þar sýndu framleiðendur og seljendur á heilsuvörum hvaðanæva úr heiminum.  Lýsi var með sérhannaðan bás annað árið í röð og líkaði básinn vel.

Framundan er svo sýningin CPhI í Shanghai í Kína 26-28. júní.   Hún er einnig mjög stór í sniðum og beinist fyrst og fremst að markaðnum í Kína.  Þetta er í fyrsta sinn sem LÝSI er með bás á þessari sýningu, en viðskipti við Kína hafa verið töluverð í allmörg ár.

Aftur í fréttayfirlit