Fréttir

Mikil eftirspurn eftir þorskalýsi kallar á meiri lifur

19.08.2011

Markviss markaðsstarfsemi Lýsis hf. í mörg ár hefur gert það að verkum að aukin eftirspurn er eftir þorskalýsi úti um allan heim.

Lýsi hf. hefur öðlast sterka stöðu á erlendum mörkuðum fyrir lýsi og vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn þegar kemur að þorskalýsi. 

LÝSI tekur á móti allri lifur úr þorski, ufsa og ýsu og kemur henni til Þorlákshafnar þar sem hún er brædd. Nánar má lesa um þetta með því að smella á hlekk merktan LIFUR á forsíðu heimasíðu fyrirtækisins: www.lysi.is

Aftur í fréttayfirlit