Fréttir

Norræn verðlaun fyrir nýjungar í klæðningu vega

05.10.2012

Á ráðstefnu NVF (Nordisk Veg Forum) sem haldin var í Hörpunni 11.-13. júní var LÝSI veitt viðrukenning fyrir framlag sitt til yfirborðsmeðhöndlunar vega.

Á Via Nordica ráðstefnunni sem haldin var í Eldborgarsal Hörpu flutti Arnar Halldórssson rannsóknar- og þróunarstjóri LÝSIS erindið «Fish Oil Ethyl Esters for Bitumen Modification in Surface Dressing». Erindið var framlag Íslands í rannsóknar- og þróunarsamkeppni Norðurlandanna vegna vegagerðar. Verkefnið hlaut fyrstu verðlaun og tók Arnar á móti viðurkenningunni fyrir hönd LÝSIS við lokaathöfn ráðstefnunnar. Hér að neðan eru nokkrar krækjur m.a. má þar finna útdrátt úr erindi Arnars.

Arnar Halldórsson, rannsóka- og þróunarstjóri LÝSIS tók á móti viðurkenningunni.

Ráðstefna NVF:   http://vianordica.congress.is/

Verðlaunaveitingar:   http://vianordica.congress.is/news/nanar/5058/to-nvf-priser-til-norge-en-til-island

Úrdráttur úr erindi Arnars:  http://vianordica.congress.is/GetAsset.ashx?id=204

Aftur í fréttayfirlit