Fréttir

NÝ TEGUND AF OMEGA-3 FISKIOLÍU Í FLJÓTANDI FORMI

18.10.2015

Hentar sérstaklega vel í skammdeginu vegna D-vítamínsins

Íslendingar þekkja best gamla, góða þorskalýsið sem er ríkt af A og D vítamínum. Önnur þekkt afurð sem LÝSI hefur boðið upp á í fljótandi formi er Omega-3 fiskiolía. Omega-3 fiskiolía er frábrugðin þorskalýsi að því leyti að hlutfall mikilvægu fitusýrunnar EPA er hærra, en hlutfall DHA aftur á móti það sama. Hingað til hefur þessi olía eða lýsi ekki verið með neinum vítamínum.

Nýja tegundin er með viðbættu D-vítamíni sem kemur sér vel í skammdeginu þegar D-vítamín lækkar venjulega í blóði Íslendinga nema sérstakar ráðstafanir séu gerðar. D-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt tanna og beina og það eykur upptöku kalks í líkamanum.

Aftur í fréttayfirlit