Fréttir

NÝ ÞURRKUNARVERKSMIÐJA LÝSIS Í ÞORLÁKSHÖFN

14.04.2019

Í betri sátt við samfélagið.

Þann 12. apríl var ný hausaþurrkunarverksmiðja LÝSIS opnuð á nýju iðnaðarsvæði utan við bæinn í Þorlákshöfn. Eldri verksmiðjan var inni í bænum og komin til ára sinna. Þurrkun á fiski fylgir alltaf nokkur lykt og ætti nýja staðsetningin að koma í veg fyrir að hún valdi bæjarbúum óþægindum. Nýja verksmiðjan er mun stærri en sú eldri eða 2.500 fermetrar að stærð í húsnæði sem er sérhannað utan um starfsemina. Afkastagetan er um 50% meiri í nýju verksmiðjunni. Þurrkun hausa er hluti af fullnýtingarstefnu LÝSIS en hausarnir eru mikils metnir sem próteinrík fæða í ýmsum löndum Afríku.

Aftur í fréttayfirlit