Fréttir

Ný þykknisverksmiðja

04.11.2008

Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu lýsisafurða undanfarin ár. Með ört stækkandi neytendahópi, ekki síst af yngri kynslóðinni, koma nýjar áherslur við inntöku á lýsi. 

eð þróun hátæknibúnaðar til vinnslu á ómega-3 þykknum getur fyrirtækið nú boðið hentuga lausn við inntöku á  ómega-3 fitusýrum.


Ómega-3 þykkni er framleitt úr ómega-3 fiskiolíu. Við vinnsluna er hlutfall ómega-3  fitusýra nær tvöfaldað með því að fjarlægja aðrar fitusýrur úr fiskiolíunni. Ómega-3  þykkni inniheldur yfir 65% af ómega-3 fitusýrum en til samanburðar  er  ómega-3  fiskiolía  með  um 35%.  Ávinningurinn fyrir neytendur  er  sá  að  helmingi  minna  þarf  að  taka  af  þykkninu  en af fiskiolíunni. Ómega-3 þykknið verður eingöngu selt í hylkjum til neytenda.


Undirbúningur hefur staðið yfir í tæp tvö ár en framleiðslulínan var hönnuð af starfsmönnum Lýsis og Héðins.

Aftur í fréttayfirlit