Fréttir

Ný vara á markað frá Lýsi og Lipid Pharmaceuticals

24.03.2020

Lýsi hefur í samstarfi við Lipid Pharmaceuticals hafið framleiðslu á nýrri vöru.

Varan inniheldur fríar fitusýrur sem eru unnar úr fiskiolíu. Farið var í framleiðslu vörunnar eftir hvatningu og ábendingar lækna og vísindamanna um að fríar fitusýrur geti óvirkjað hjúpaðar veirur byggt á vísindalegum rannsóknum. Varan er heilsuvara og án heilsufullyrðinga enda engar klínískar rannsóknir að baki. Varan er ekki ætluð til meðferðar á neinum sjúkdómi en vonast er til að hún geti virkað sem sóttvörn og þannig haldið aftur af fjölgun og útbreiðslu hjúpaðra veira.

Aftur í fréttayfirlit