Fréttir

Ný vara frá Lýsi hf.

30.09.2014

Sportþrenna Liðleiki er nýr og öflugur liðstyrkur í vöruúrvali Lýsi hf.

Sportþrenna Liðleiki er ætluð þeim sem stunda hreyfingu og íþróttir sem reyna mikið á liðina. Svo sem hlaup, göngur, golf ofl.

Fjölvítamín- & steinefnataflan inniheldur fjölda vítamína og steinefna sem hafa virku hlutverki að gegna við að stuðla að heilbrigði líkamans og vellíðan. Liðamín taflan inniheldur meðal annars Hyalúrónsýru sem er eitt af meginefnum liðvökva og hana er einnig að finna í í brjóski. Eitt mikilvægasta hlutverk hennar er að auka seigju liðvökvans, draga úr núningi og óþægindum og tryggja mýkt í hreyfingum liðamóta.

Omega-3 fitusýrur eru lífsnauðsynlegar fitusýrur þar sem líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur. Omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA hafa jákvæð áhrif á hjartað sem mæðir mikið á við líkamsrækt. DHA hefur að auki mikilvægu hlutverki að gegna við viðhald heilastarfsemi og sjónar.

Nánari upplýsingar 

Aftur í fréttayfirlit