Fréttir

NÝ VEFVERSLUN LÝSIS

15.10.2018

LÝSI hefur nú sett í loftið nýja vefverslun með heilsuafurðir.

Verslunin beinir sjónum sínum að Evrópumarkaði með áherslu á Bretland. Íslendingar geta líka verslað á síðunni kjósi þeir það, en auðvitað er aðgengi landans að afurðum LÝSIS mun betra en annarra þjóða.
Vörurnar eru samsettar þar sem til viðbótar lýsi  er að finna valin fæðubótarefni sem talin eru virka vel í hverju tilviki fyrir sig.  Þannig verða til vörusamsetningar sem taldar eru góðar fyrir augu og heilastarfsemi, aðrar fyrir meðgöngu og þannig mætti áfram telja.

Þá býður verslunin upp á mjög einfalt spurningaskema sem hjálpar við að ákvarða hvers konar vara hentar viðkomandi best.

www.lysi-life.is

Aftur í fréttayfirlit