Fréttir

Ný verksmiðja og tvöföldun afkastagetu

23.07.2012

Um miðjan júní tók LÝSI formlega í notkun nýja verksmiðju sína við Fiskislóð í Reykjavík.  Verksmiðjan er við hlið fyrri verksmiðju sem vígð var vorið 2005.

Nýja verksmiðjan er búin samskonar tækni og sú sem fyrir var, en þar fer fram hreinsun og fullvinnsla á hrálýsi sem gerir vöruna hæfa til manneldis.  Tæknin sem notast er við er sú besta sem völ er á og er fyrirtækið í fremstu röð lýsisframleiðenda í heiminum bæði hvað gæði og afköst varðar.

Helstu afurðir LÝSIS er gamla og góða þorskalýsið en önnur meginafurðin er ómega-3 lýsi sem unnið er úr uppsjávarfiski sem m.a. veiðist við strendur S-Ameríku.  Ómega-3 lýsi er stærsta einstaka lýsistegundin í heiminum nú á tímum.  LÝSI hefur mjög sterka stöðu á heimamarkaði sínum, en stærð fyrirtækisins gerir það að verkum að yfir 90% framleiðslunnar fer á erlenda markaði.

Hönnun, smíði og uppsetning verksmiðjunnar var eins og áður í höndum Héðinsmanna sem skiluðu verkinu af mikilli fagmennsku. Arkitekt hússins var Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþing og aðalverktaki Skjanni, sem stóð sig framúrskarandi vel og skilaði verkinu innan setts tíma.

Aftur í fréttayfirlit