Fréttir

Nýr lýsandi vefur um LÝSI og lýsi

30.11.2007

Í dag tekur LÝSI hf. í notkun nýjan vef.

Nýi vefurinn er aðgengilegur og á honum má finna ýmsar upplýsingar um fyrirtækið, starfsemi þess, sögu og vörur. Að auki eru þar fróðlegar greinar um rannsóknir á heilnæmi lýsisins og gagnsemi þess við ýmsum kvillum og sjúkdómum. Til að mynda eru nefnd dæmi um virkni lýsis á heila og taugakerfi, hjarta og æðakerfi, meðgöngu, ónæmiskerfi og áhrif á þunglyndi svo nokkuð sé nefnt. Þá má á vefnum nálgast örstutt myndband frá nýrri verksmiðju LÝSIS hf. sem hóf starfsemi 2005 og er ein sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. IGM sá um hönnun og uppsetningu síðunnar.

Aftur í fréttayfirlit