Fréttir

Omega-3 fiskiolía

01.03.2007

Omega-3 fiskiolía er úr fisktegundum sem innihalda hátt hlutfall ómega-3 fitusýra. Hún er bragðminni en venjulegt lýsi og með fersku sítrónubragði. Hún inniheldur ekki vítamín og má því taka með lýsi til þess að bæta við inntöku á lífsnauðsynlegum fitusýrum

Omega-3 fitusýrur eru fjölómettaðar fitusýrur sem fást fyrst og fremst úr sjávarfangi og eru okkur lífsnauðsynlegar þar sem líkaminn getur ekki framleitt þær. Gerðar hafa verið fjölmargar rannsóknir á áhrifum  ómega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA, sem birst hafa í vísindaritum víða um heim, og jafnframt er iðulega fjallað um jákvæða eiginleika þeirra í fjölmiðlum.

Aftur í fréttayfirlit