Fréttir

Ómega-3 kemur stórslösuðum námumanni til bjargar

20.11.2007

Inntaka 15 g af DHA og EPA fitusýra kann að hafa valdið því að námamaðurinn Randal McCloy náði sér fyrr eftir alvarlegt námaslys en hann lifði einn af sprengingu í kolanámu í janúar 2006.  

Dagblaðið Daily Mail í Charleston í Virginíu í Bandaríkjunum hefur eftir Julian Bailes, forseta taugaskurðlækningadeildar West Virginia University, að inntöku 15 g af DHA og EPA fitusýra kunni að mega þakka það að námamaðurinn Randal McCloy náði sér fyrr eftir alvarlegt námaslys. McCloy, sem var 28 ára, lifði einn af sprengingu í kolanámu í janúar 2006. 

McCloy fékk hjartaáfall, nýru og lifur hættu að starfa og líkaminn hafði ofþornað þegar hann var borinn út úr námunni. Nær engin starfsemi mældist í heilanum. McCloy var lagður inn á Allegheny General Hospital í Pitsburgh þar sem Dr. Bailes hóf að gefa honum daglegan skammt af lýsi í gegn um slöngu. Hugmyndin var að endurbyggja heilann frá grunni eins og um fóstur væri að ræða.

Dr. Bailes: „Ég vil ekki segja að þetta hafi skipt sköpum en ég held að áhrifin hafi verið mikil í læknisfræðilegum skilningi.“

(Inform, 2007 18 (9), 615)

Aftur í fréttayfirlit