Fréttir

Omega-3 Tyggiperlur

02.11.2010

Omega-3 tyggiperlur eru eins og nafnið gefur til kynna tyggjanlegar perlur sem innihalda Omega-3 fiskiolíu auk D-vítamíns.

Perlurnar eru með góðu ávaxtabragði og henta börnum sérlega vel en einnig þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að nota fljótandi lýsi eða kyngja perlum.

Gerðar hafa verið fjölmargar rannsóknir á áhrifum Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA, 
sem birst hafa í vísindaritum víða um heim og jafnframt er fjallað um jákvæða eiginleika þeirra í fjölmiðlum með reglulegu millibili.

Því hefur meðal annars verið haldið fram að Omega-3 fiskiolía hafi jákvæð áhrif á geðheilsu manna og á hjarta- og æðakerfi og hún dragi úr liðverkjum og morgunstirðleika. Omega-3 fitusýrur hafa mikilvægu 
hlutverki að gegna við uppbyggingu heila og miðtaugakerfis og eru 
taldar hafa jákvæð áhrif á sjón.

Rannsóknir sýna að börn sem fá nægilegt magn af Omega-3 standa sig 
að öllu jöfnu betur í skóla en þau börn sem skortir Omega-3.

Aftur í fréttayfirlit