Fréttir

Rannsóknastofa LÝSIS í alþjóðlegum samanburði

06.04.2010

Rannsóknastofan hjá LÝSI kemur vel út í alþjóðlegum samanburðarmælingum.

LÝSI rekur sína eigin rannsóknastofu þar sem framkvæmdar eru margvíslegar efnamælingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Af þessum mælingum má nefna vítamínmælingar, fitusýrugreiningar og fleiri sérhæfðar fitumælingar.

Rannsóknastofan tekur reglulega þátt í alþjóðlegum prófunum þar sem mælingar stofunnar eru bornar saman við mælingar erlendra rannsóknastofa á sama sviði. Markmiðið er að fá óháð mat á gæðum efnamælinga sem er hjálplegt við endurbætur og lagfæringar á efnagreiningum rannsóknastofunnar. Um árabil hefur rannsóknastofan tekið þátt í samanburðarmælingum sem skipulagðar eru af Samtökum fitu- og olíuefnafræðinga í Bandaríkjunum (AOCS). Útkoman hefur jafnan verið jákvæð. Árið 2009 lenti rannsóknastofan þannig í öðru til þriðja sæti af fjölmörgum rannsóknastofum sem tóku þátt í ýmsum efnagreiningum á lýsi.

Aftur í fréttayfirlit