Fréttir

Saga LÝSIS gefin út

28.01.2010

Í tilefni 70 ára afmælis LÝSIS var ráðist í útgáfu bókar um sögu félagsins og kom hún út í lok 2008. 

Bókin hlaut heitið Gull hafsins og er þar bæði vísað til hins verðmæta efnis sem unnið er úr sjávarfangi sem og til litarins á lýsinu.  Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir tóku saman efni bókarinnar.

Í bókinni er stiklað á stóru um þýðingu lýsisins fyrir Íslendinga á öldum áður, en lýsi var ein mikilvægasta verslunarvara þjóðarinnar um langt skeið.  Í bókinni er farið yfir sögu fyrirtækisins og sagt frá því hvernig rannsóknir leiddu menn smám saman í allan sannleika um hollustu lýsisins.  Það skiptust á skin og skúrir bæði á mörkuðunum og í rekstrinum, en á endanum stóð uppi öflugt og nútímalegt fyrirtæki,  sem byggir afkomu sína að verulegu leyti á útflutningi á margvíslegum lýsisafurðum.

Bókin var aðeins prentuð í litlu upplagi en henni var dreift á allmörg bókasöfn.

Aftur í fréttayfirlit