Fréttir

SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA BRETLANDS Í HEIMSÓKN

22.08.2017

Í byrjun ágúst heimsótti Michael Gove sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Breta Lýsi en hann fer jafnframt með stjórn umhverfis- og byggðamála. 

Ráðherrann hafði lagt áherslu á að heimsækja LÝSI til að fræðast um fyrirtækið og þá ekki síst vegna þeirrar miklu þekkingar sem fyrir hendi er á vinnslu og verðmætasköpun aukaafurða. Almenn ánægja ríkti með heimsóknina og þær umræður sem áttu sér stað milli aðila, en með í heimsókn voru líka fulltrúar frá samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Aftur í fréttayfirlit