Fréttir

Vinnueftirlitið setur LÝSI í 1. flokk

07.11.2012

Vinnueftirlitið lauk nýlega athugun sinni á aðbúnaði og öryggismálum hjá LÝSI. Í umsögn segir að fyrirtækið hafi náð framúrskarandi árangri.

Ennfremur er talað um að ráðstafanir fyrirtækisins í vinnuverndarstarfi gangi í sumum tilfellum lengra en kröfur laga og reglna segja til um.  Því sé ljóst að fyrirtækið leggur mikla áherslu á að standa vel að vinnuverndarmálum og forvörnum og sé í þeim efnum til fyrirmyndar.

Aftur í fréttayfirlit