Fréttir

Women in Parliaments Global Forum heimsækja LÝSI

03.04.2014

Alþjóðleg samtök kvenþingmanna standa fyrir fræðsluferð til Íslands til að kynna sér þann árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnrétti kynjanna og stjórnmálaþátttöku kvenna.

Þingkonur frá fjölmörgum þjóðþingum munu hittast í Reykjavík 3.–4. apríl 2014 til að ræða stefnumótun í jafnréttismálum á Íslandi, en Ísland hefur nú forystu í málaflokknum. Rætt verður hvort hægt sé að yfirfæra leiðir sem farnar voru á Íslandi á önnur heimssvæði.

Á dagskrá fræðsluferðarinnar eru fundir með íslenskum ráðherrum og þingmönnum úr öllum flokkum og vettvangsferðir í fyrirtæki sem konur stjórna, en þau eru auk LÝSIS Actavis, Rio Tinto Alcan og Steinunn.   

Samtökin Women in Parliaments Global Forum munu veita Vigdísi Finnbogadóttur „WIP Award for Lifetime Achievements in Female Political Empowerment“ og tekur hún við viðurkenningunni föstudaginn 4. apríl.

Aftur í fréttayfirlit