Heilsa

Áhrif sjávarfangs á líkamann eru vel þekkt og hafa verið studd vísindalegum rökum. Áhrifin eru að mestu rakin til Omega-3 fjölómettuðu fitusýranna EPA og DHA. Líkaminn getur ekki framleitt Omega-3 fitusýrur sjálfur og þarf því að fá þær úr fæðunni. Neysla lýsis og fiskmetis er ein besta leiðin til að sjá líkamanum fyrir Omega-3.

Snemma á síðustu öld voru heilsusamleg áhrif D-vítamíns uppgötvuð. Þar sem þorskalýsi er ein mesta náttúrulega uppspretta D-vítamíns varð það fljótt vinsælt hráefni til framleiðslu vítamínsins.

Í lok 7. áratugarins var svo sýnt fram á áhrif Omega-3 fitusýra úr sjávarfangi, einkum EPA og DHA, á hjarta og æðakerfi. Síðan þá hafa þúsundir rannsókna staðfest mikilvægi Omega-3 fitusýra.

Hin síðari ár hafa rannsóknir einnig beinst að DHA og tengslum fitusýrunnar við þroska fósturs, sér í lagi við þroska heila og taugakerfis.

Hér hefur verið safnað saman útdráttum úr rannsóknum og vísindagreinum, sem fjalla um áhrif lýsis og fiskmetis á líkamann.

LÝSI er aðili að GOED, en það eru samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að neyslu ómega-3.  Hér er að finna krækju á síðu þeirra um heilnæmi þessara fitusýra: www.alwaysomega3s.com